
“Ekkert gefur mér meira en að sjá sölustjóra og söluráðgjafa vaxa í sínum störfum”
Ófeigur Friðriksson
SAGAN Á BAK VIÐ SPM - SÖLUÞJÁLFUN
Í byrjun árs 2019 stofnaði ég SPM Söluþjálfun með það að markmiði að innleiða söluþjálfunarferli sem hafði skilað frábærum árangri á alþjóðavettvangi. Á árunum 2012 til 2019 starfaði ég hjá Alp hf, sem leyfishafi fyrir Avis, Budget, Payless og Zipcar á Íslandi. Þar fékk ég einstakt tækifæri til að dýpka þekkingu mína á sölu og þjálfun.
Til að gera langa sögu stutta þá fékk ég tækifæri til að sækja fjölmörg gífurlega öflug söluþjálfunarnámskeið ásamt því að fá frábæra þjálfun í að kenna og þjálfa upp sölustjóra í Bretlandi.
Mér varð fljótlega ljóst að SPM söluþjálfunaraðferðafræðin gæti bætt sölumenningu víða á Íslandi. Margir sölustjórar hafa litla eða enga þjálfun í að kenna og þ sínum teymum, og þar leynist mikil tækifæri til umbóta. Því tók ég ákvörðun um að fara sjálfstætt í atvinnurekstur, með aðaláherslu á söluþjálfun fyrir íslensk fyrirtæki.
Frá árinu 2019 hef ég unnið með fjölmörgum fyrirtækjum á sviði söluþjálfunar, bæði með stjórnendum og söluráðgjöfum, auk þess að halda fyrirlestra og námskeið. Markmið mitt er að styðja fyrirtæki í því að þróa virðisaukandi söluteymi sem nýtir sér þær áskoranir sem fylgja síbreytilegu söluumhverfi.
Það sem hefur fyrst og fremst hvatt mig áfram er að fá að sjá og upplifa aukið sjálfstraust, aukna færni og margfalt meiri þekkingu minna viðskiptavina og fá að vera partur af því að hjálpa til við að gera þá ánægðari og öruggari í sínum störfum.
Ófeigur Friðriksson
Þjálfar söluteymi til sigurs
Hafðu samband og sláum í gegn saman!
Ég er hér til að hjálpa þér að hámarka söluteymið þitt. Hvort sem þig vantar þjálfun fyrir stjórnendur, söluráðgjafa eða einfaldlega nýja nálgun á sölustarfið, þá er ég alltaf til í samtal.