
Stjórnendaþjálfun, sölunámskeið, fyrirlestrar, netnámskeið og fleira
-
Sölustjórnun til sigurs: (one on one):
Námskeiði er sérsniðið að þeim sem leiða söluteymi á B2B. Fjölmargir sölustjórar hafa tekið þetta námskeið með frábærum árangri. Markmið námskeiðsins er að kenna sölustjórnendum eða öðrum sem leiða söluteymi að þjálfa söluráðgjafa við sín sölustörf.
Meðal þess sem þátttakendur læra á námskeiðinu er:
þess sem sölustjórar læra af námskeiðinu:
· Forysta og hvatning/sölustjórahlutverkið: hæfni til að hvetja, leiðbeina og styrkja söluteymið í átt að markmiðum. Dýpri skilningur á hlutverki sölustjórans í tengslum við forystu.
· Markmiðasetning og frammistöðumælikvarðar: sérþekking í að setja skýr markmið og samræma við markmið fyrirtækis og deila þeim með teymi á áhrifaríkan hátt. Greining á frammistöðumælikvörðum og hvernig hægt er að nýta þá til að efla teymið. Það getur verið auðvelt og gaman að setja markmið, en það þarf að skilja leðirnar að markmiðunum.
· Árangur og markþjálfun: hæfni í að greina hvar söluráðgjafar eru staddir með verkefni með það fyrir augum að styðja þá og þróa í starfi.
· Árangursrík samskipti: sterk samskiptafærni sem byggir á uppbyggilegri endurgjöf.
· Árangursríkir sölufundir: að setja upp markvissa sölufundi sem fjalla ekki bara um sölutölur, heldur leiðir til að að markmiðum og fá það til að taka ábyrgð á sínum verkefnum.
Námskeiðið fer fram sem lifandi fjarnám í gegnum t.d. Teams. Miðað er við 8 skipti á 8 - 10 vikum. Hver tími er 60 - 90 mínútur og þátttakendur fá verkefni á milli tíma.
Einn þátttakandi á hverju námskeiði.
-
Sölunámskeiðið "Taktu ábyrgð":
Sölunámskeið eru byggð upp á gagnvirku fyrirlestraformi þar sem farið er yfir helstu grunnþætti í sölu og þjónustu. Þátttakendur þurfa að vera reiðubúnir til þess að taka mjög virkan þátt.
Námskeiðið er hugsað fyrir sölu og/eða þjónustuteymi.
Markmið námskeiðsins er að:
1. Þátttakendur öðlast skilning á því hver þeirra helsta hindrun er í starfi og hvernig best er að takast á við þá hindrun.
2. Þátttakendur öðlast skilining á mikilvægi eftirfylgni, hvernig best er að vinna með eftirfylgni og hvernig hún mun margfalda árangur sé henni sinnt með réttum hætti.
3. Þátttakendur öðlast betri skilning á undirbúningi allra samskipta, hvort sem er fyrsta snerting, endurteknar snertingar, eftirfylgni eða aðrar tengingar við viðskiptavini.
4. Þátttakendur öðlast skilning á mikilvægi þess að vinna með grunn tækni í sölumennsku sbr. ávinning (e. benefit), mæta andmælum (e. objection handling), tilgang þess að vera með handrit og fleira.
5. Þátttakendur skilja muninn á því að selja og vera með lausn, áreynslulaus sala.lunni.
Sölunámskeiðin eru mjög lifandi og skila þar af leiðandi mjög góðum árangri þar sem söluráðgjafar fá beina þjálfun og eru virkir þátttakendur í námskeiðinu.
Frábært námskeið sem kveikir neista í söluráðgjöfum.
Uppsetning: 2 morgnar eða 2 eftirmiðdagar, eftir því hvort hentar. Um það bil 3 klukkustundir í senn. Heimavinna á milli námskeiða.
Hvernig unnið er með neikvæða svörun viðskiptavinar og hvernig það má sjá tækifæri í því þegar viðskiptavinur hafnar því að gera við okkur viðskipti (e. objection handling).
Mætti eftirfylgning vera betri?
Unnið er með hvernig markmið söluráðgjafans á alltaf að vera að hjálpa viðskiptavininum að taka upplýsta ákvörðun þegar hann gerir viðskipti við okkur.
Farið er í þjálfun á framkomu og af hverju það skiptir máli að við leggjum okkur alltaf fram í öllum samtölum.
Hvað þýðir það að viðskiptavinur tekur ákvörðun á fyrstu 3 – 7 sekúndunum hvort hann hefur áhuga á að gera við okkur viðskipti?
Hvernig vinnum við með líkamstjáningu?
Að brjóta upp vanann og taka upp nýja starshætti.
Af hverju skiptir skipulag máli?
Þurfum við að brosa ef við tökum upp símann og hringjum í mögulegan viðskiptavin?
Af hverju skiptir skipulag í samtalstækni máli?
Og margt fleira.